*

Tíska og hönnun 19. júní 2013

Stórfenglegt hús í úthverfi Moskvu

Í fallegu húsi fyrir utan Moskvu er nóg pláss fyrir alla. Meira að segja öryggisvörðurinn fær 100 fermetra hús á lóðinni.

Fallegt hús í útjaðri Moskvu er til sölu fyrir 10 milljónir dala eða 1,19 milljarð íslenskra króna.

Í húsinu er falleg stofa með arni, bar, borðstofa, eldhús, gestaherbergi, bókasafn, bíósalur, heilsulind, fataherbergi inn af aðalsvefnherberginu, lyfta og miklu, miklu fleira.

Á lóðinni er meðal annars 100 fermetra hús fyrir öryggisvörð og 200 fermetra gestahús með sánu og bílskúr fyrir fjóra bíla. Húsið er 3937 fermetrar. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Moskva