*

Ferðalög & útivist 18. desember 2013

Mynd af Gullfossi meðal bestu ferðamynda ársins

Myndirnar sem þóttu hlutskarpastar í ferðamyndakeppni The Guardian eru þess virði að fletta í gegnum.

The Guardian hefur birt þær myndir sem þóttu hlutskarpastar í hinni árlegu ferðamyndakeppni. Myndirnar í hlekknum hér þykja alveg hreint magnaðar. Ljósmyndarinn Emmanuel Coupe var tilnefndur til verðlauna fyrir mynd sína af Gullfossi. 

Myndefnin eru annars mjög fjölbreytt. Timothy Allen fékk fyrstu verðlaun fyrir mynd sem hann tók í Malí. Á henni sést þorpsbúi kíkja út um gluggann á húsi sínu. Önnur mynd sem vann í flokki „Viltra sagna“ er eftir Jasper Doest en hann tók mynd af andlitsmynd af apa í Nagano Prefecture í Japan.

 

 

 

Stikkorð: ferðalög  • Ferðalög