*

Ferðalög & útivist 31. maí 2013

Gullgrafaraæði komið á í hótelbransanum í Afríku

Helstu hótelkeðjur heims herja nú á ferðamannaiðnaðinn í Afríku.

Hótelherbergjum fjölgar um þúsundir í helstu viðskiptaborgum Afríku. Allt frá Lagos til Kigali eru hóteleigendur að fjölga hótelum til að mæta vaxandi eftirspurn eftir gistiplássi.

Ástæða aukinnar eftirspurnar er helst sú að fleiri fyrirtæki og stofnanir reka nú höfuðstöðvar í helstu borgum Afríku. Patrick Fitzgibbon aðstoðarforstjóri hjá Hilton Worldwide í Evrópu og Afríku er bjartsýnn á þróun mála í Afríku og segir að það verði nóg að gera hjá þeim á svæðinu næstu 20 árin.

Í síðasta mánuði kom fram hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að horfur eru á því að hagvöxtur muni aukast um 5,6% árið 2013 og um 6,1% árið 2014 hjá löndum fyrir sunnan Sahara. Sjá nánar á CNN.

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Afríka