*

Matur og vín 11. nóvember 2012

Gullið skorar betur en eðalvínið

Fjárfesting í víni er ekki lengur ,,gulls ígildi".

Enn virðist eitthvað í land með að spá Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að verðbóla sé framundan í eðalvínum gangi eftir. Einungis fimmta hvert Bordeaux vín í Liv-Ex 500 vísitölunni hefur hækkað í verði síðustu 12 mánuði. Svo virðist sem saman fari minni neysla á eðalvínum vegna efnahagslægðar sem og að fjárfestar hafi birgt sig vel upp í nýliðnum ofurárgöngum.

Jafnframt virðist sem fjárfesting í víni sé ekki lengur „gulls ígildi“ eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Tímaritið Winespectator heldur jafnframt úti samnefndri uppboðsvísitölu sem lækkaði um 5% frá síðustu mælingu.