*

Bílar 21. júlí 2012

Gylfi ekur um á Porsche Panamera Turbo

Panamera Turbo er með átta strokka vél með 4,8 lítra slagrými sem skilar alls 500 hestöflum.

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, á stórglæsilegan Porsche Panamera Turbo og flutti hann bílinn til Íslands þegar hann dvaldi hér á landi í sumar. Bíllinn hefur eðlilega vakið mikla athygli á götum höfuðborgarsvæðisins í sumar enda fáir slíkir eðalvagnar á ferð á Íslandi. Panamera Turbo kostar um 32 milljónir króna og er gríðarlega kraftmikill og vel útbúinn eins og Porsche er von og vísa. Panamera Turbo er með átta strokka vél með 4,8 lítra slagrými sem skilar alls 500 hestöflum og togið er hvorki minna né meira en 700 Nm. Bíllinn er aðeins 4,2 sekúndur í hundraðið og einungis 2,7 sekúndur úr 80 km hraða í 120 km  hraða. Hámarkshraðinn er 303 km.

Gylfi gekk sem kunnugt er á dögunum til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. Kaupverðið er talið vera sem samsvarar um 1,6 milljörðum íslenskra króna. Gylfi fær um 10 milljónir króna í vikulaun hjá Lundúnarliðinu og er því launahæsti íþróttamaður Íslands. Gylfi flutti til London í byrjun síðustu viku þegar æfingar hófust hjá Tottenham en keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefst 18. ágúst. Því er ljóst að Porsche Panamera bíll Gylfa mun sóma sér vel á götum Lundúna í vetur.