*

Sport & peningar 28. desember 2013

Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna völdu Gylfa Þór Sigurðsson knattspyrnumann sem íþróttamann ársins.

Íþróttamaður ársins er Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Tottenham. Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona lenti í öðru sæti og Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður í þriðja sæti. Sýnt var frá afhendingunni á RÚV. 

Gylfi Þór sagðist ekki hafa átt von á þessu. Fyrri hluti ársins hafi verið honum erfiður og hann hafi þurft að sitja mikið á bekknum. Það hafi síðan breyst þegar líða tók á árið og tímabilið hafi byrjað vel hjá honum. 

Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins og voru verðlaunin fyrst veitt árið 1956. Í fyrra hlaut Aron Pálmarsson handboltamaður titilinn.