*

Sport & peningar 1. ágúst 2017

Háar upphæðir undir í Kaplakrika

Að minnsta kosti 5,6 milljónir evra verða undir þegar FH mætir Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Ástgeir Ólafsson

Háar upphæðir verðar undir í Kaplakrika annað kvöld, þegar FH mætir slóvenska liðnu Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef miðað er við tölur frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) frá síðasta leiktímabili mun sigurvegari einvígisins fá að minnsta kosti 5,6 milljónir evra í sinn hlut sem eða því sem nemur 684 milljónum króna miðað við gengi dagsins í dag.

Þó má gera ráð fyrir því að upphæðin sé enn hærri þar sem UEFA mun að öllum líkindum  hækka upphæðirnar sem lið fá í sinn hlut frá ári til árs. Sambandið hefur enn ekki birt staðfesta tekjudreifingu fyrir leiktímabilið 2017 til 2018. 

Maribor sigraði fyrri leik liðanna í Slóveníu 1-0 og þarf FH því FH að skora að minnsta kosti tvo mörk í leiknum ætli liðið sér að komast áfram í fjórðu og síðustu um forkeppninnar. Komist liðið þangað er það öruggt með 5,6 milljónir evra þar sem sigurvegari einvígisins mun fá þrjár milljónir evra í sinn hlut og er einnig öruggur með þátttöku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem skilaði 2,6 milljónum evra á síðasta leiktímabili. 

Komist sigurvegari einvígsins hins vegar áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eru upphæðirnar miklu hærri. Fyrir það eitt að komast í riðlakeppnina tryggir viðkomandi félagslið sér að minnsta kosti 14,7 milljónir evra.

Þess má svo geta að þegar komið er í riðlakeppni bæði Meistara- og Evrópudeildarinnar eru greiddar aukagreiðslur fyrir hvert jafntefli og sigur sem lið nær í keppninni.

Liðin mætast kl 18.30 í Kaplakrika annað kvöld.

Stikkorð: Meistaradeild Evrópu  • FH