*

Tölvur & tækni 31. mars 2018

Hægt að auka aftur hraðann á iPhone

Apple komst í hann krappann þegar í ljós kom að fyrirtækið hafði vísvitandi hægt á gömlum símum. Nú er hægt að snúa því við.

Apple komst í hann krappann þegar í ljós kom að fyrirtækið hafði vísvitandi hægt á gömlum símum. Nú er hægt að snúa því við með nýjustu uppfærslunni fyrir símann, iOS 11.3. Með uppfærslunni gefst notendum kostur á að sjá ástandið á rafhlöðu símans og koma í veg fyrir í að síminn hægi vísvitandi á sér, væntanlega á kostnað rafhlöðuendingar. Stillingarnar má nálgast með því að velja Settings > Battery > Battery Health (Beta).

Þá er vakin athygli á að í nýju uppfærslunni sé betur farið með vinnsluminni símanna þannig að síminn ætti að hafa nægt vinnsluminni öllum stundum, en dæmi voru um að iPhone gæti ekki viðhaldið „frosnum“ öppum í bakgrunni, það er öðrum forritum en þeim sem notandinn var að nota hverju sinni.

Breytingin virkar fyrir iPhone 6 og nýrri síma.