*

Bílar 22. maí 2017

Hægt að sofa í bílnum

Nýr Mercedes-Benz Marco Polo var kynntur hjá atvinnubíladeild Öskju um helgina.

Mercedes-Benz Marco Polo er ferðabíll sem hægt er að sofa í hvar sem er því hann er með gistirými fyrir allt að fimm manns. Bíllinn var kynntur hjá Öskju um helgina.

Það segja má að þessi bíll sé hinn fullkomni ferðafélagi fyrir útileguna, næturgistingu og helgarfrí fjarri hversdagsins amstri. Bíllinn er fáanlegur útbúinn smáeldhúsi með tveimur gashellum, kæliskáp, vaski og margs konar geymsluhirslum. Í honum er felliborð þegar sest er að snæðingi innandyra en auk þess er hægt að fá tjaldborð og fellistóla þegar matast er úti undir beru lofti. Það er einnig innbyggður fataskápur í bílnum með fataslá, hillu og snyrtispegli.

Aftursætunum er á einfaldan hátt breytt í þægilegt rúm og ef á þarf að halda er annað tvíbreytt rúm í upphækkanlega þakinu. Marco Polo er í boði með sparneytnum, fjögurra strokka dísilvélum og staðalbúnaður er Agility Control fjöðrunarkerfi.

Stikkorð: Bílar  • Mercedes-Benz