*

Tölvur & tækni 19. mars 2014

Hægt að spila nýjan leik CCP í þrívídd

Nýr leikur er væntanlegur frá CCP. Leikurinn heitir EVE: Valkyrie.

Japanska tæknifyrirtækið Sony kynnti nýja þrívíddarlausn og þrívíddarbúnað fyrir PlayStation 4 leikjavélar sínar GDC ráðstefnunni í San Francisco í nótt. Við sama tækifæri var greint frá því að ný leikur CCP, EVE: Valkyrie, sem byggir á þrívíddartækni muni koma út fyrir PlayStation 4-leikjatölvur. Hægt verður að spila leikinn með Morpheus. áður hefur verið greint frá því að hægt verður að spila EVE: Valkyrie á PC-leikjavélum með þrívídarrútbúnaði Oculus Rift.

Fram til þessa hefur mikil leynd hvílt yfir lausninni sem hlotið hefur nafnið Morpheus. Talsmenn Sony segja þetta munu breyta framtíð tölvuleikjageirans og því hvernig tölvuleikir eru spilaðir. 

Stikkorð: CCP  • EVE: Valkyrie