*

Tölvur & tækni 5. júlí 2013

Hægt að tala við nýja sjónvarpið frá Samsung

Skúli í Samsungsetrinu segir nýjasta sjónvarpið það fullkomnasta.

Gnótt hátæknibúnaðar á borð við S Recommendation og Voice Interaction í hinu nýja F8000 sjónvarpstæki frá Samsung gera manni kleift að spyrja sjónvarpstækið og fá ábendingar um hvað maður ætti að horfa á. Hægt er að tala við tækið og stýra því einnig með handahreyfingum.

Skúli Oddgeirsson, verslunarstjóri í Samsung setrinu, segir í tilkynningu þetta háþróaðasta sjónvarp sem Samsung hafi framleitt til þessa. Tækið er það nýjasta í boði á Íslandi í dag. 

Sjónvarpstæki hátæknivædda hefur slegið í gegn og fær afbragðsgóða dóma hjá gagnrýnendum víða um heim þótt tækið sé nýlega komið á markað. Fram kemur í tilkynningu að F8000-tækið er sagt það fullkomnasta sem í boði er á markaðnum í dag að mati margra gagnrýnenda og fagaðila m.a. HDTV test sem þykir eitt það virtasta og áreiðanlegasta í prófunum  á sjónvarpstækjum.

Hægt er að skoða efni á netinu og fá sérsniðnar ábendingar um efni í hinu nýja F8000 tæki. Twin Tuner TV tæknin býður upp á þann möguleika að horfa á eina stöð í sjónvarpinu á meðan einhver annar horfir á aðra stöð í öðru tæki. Með Smart Interaction tækninni er hægt að skipta um stöðvar og fleira með einföldum raddskipunum og hreyfingum.

Skilar fullkominni mynd

Þegar horft er á efni í gegnum USB eða netið velur sjónvarpstækið réttar stillingar til að myndgæðin verði sem mest hvort sem er í 2D eða 3D. Myndgæðin í tækinu eru með því allra besta sem gerist í dag að sögn margra gagnrýnenda. Intelligent Viewing frá Samsung sérstillir myndina sjálfkrafa miðað við efni hennar eða uppruna og skilar eins fullkominni mynd og í boði er í dag. Hátæknibúnaður eins og Micro Dimming Ultimate, Clear Motion Rate, Wide Colour Enhancer Plus og Full HD 1080p stuðla að því að ná silfurtærum og afbragðs góðum myndgæðum og með Web Clear View er hægt að  straumspila myndskeið í hágæðaupplausn. Tækið er 1000hz og með öflugum Quad Core örgjörva, vefmyndavél, þráðlausu neti auk raddstýringar og hreyfiskynjara svo eitthvað sé nefnt.

Stikkorð: Samsung  • Skúli Oddgeirsson