*

Veiði 19. janúar 2013

Hægt að veiða í flestum vötnum fyrir norðan

Matthías Þór Hákonarson hefur verið að vinna að því að auka áhuga landans á ísdorgveiði.

Dorgveiði í gegnum ís nýtur vaxandi vinsælda hér á landi, þótt íþróttin sé vissulega ekki ný af nálinni. Eins og gefur að skilja hefur hún aðallega verið stunduð á Norðurlandi og Vestfjörðum undanfarin ár, enda vart til það vatn á sunnanverðu landinu sem er ísi lagt á veturna.

Matthías Þór Hákonarson, eigandi og framkvæmdastjóri veiðiverslunarinnar Veiðivörur á Akureyri, hefur verið virkur í sportinu um nokkurn tíma og hefur aðstoðað fólk við að komast í dorgveiði fyrir norðan.

„Í raun er hægt að veiða í öllum vötnum hér fyrir norðan, en þótt ís sé á nær öllum vötnum verður að fara varlega, einkum í hlákutíð eins og núna. Ísinn má í raun ekki vera þynnri en tíu til fimmtán sentimetrar, en best er þegar hann er 30-40 sentimetra þykkur. Nauðsynlegt er að bora reglulega í ísinn til að ganga úr skugga um að hann sé nógu þykkur. Þótt hægt sé að veiða á tíu sentímetra þykkum ís er það ekki endilega til þess fallið að búa til róandi veiðistemningu, því það brakar gjarnan mjög mikið í svo þunnum ís.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Ísdorg  • Dorgveiði