*

Matur og vín 6. október 2012

Hænsnarækt sem borgar sig

Hænsnakofinn er stærsti útgjaldaliðurinn fyrir nýjan hænsnabónda, en fóður kostar líka sitt ef notað er aðkeypt hænsnafóður

Hænsnarækt er ein leið fyrir fólk til að framleiða eigin matvæli, en fólk þarf að gera ráð fyrir því að nokkur tími líði þar til fjárfestingin er farin að borga sig. Það fer hins vegar, eins og gefur að skilja, mikið eftir því hvert umfang ræktunarinnar er og hve stór fjárfestingin er. Í tilviki hænsnanna þarf að kaupa hænurnar, hænsnakofa og fóður.

Ef keyptur er fjögurra hænu kofi vefsíðunni jonbondi.is og fjórar hænur frá Tjörn á Vatnsnesi er stofnkostnaðurinn um 79.000 krónur. Ef eingöngu er notað aðkeypt hænsnafóður er fóðurkostnaður á fyrsta árinu um 22.400 krónur.

Miðað við þetta borgar fjárfestingin sig ekki upp á fyrsta árinu, en eftir annað ár er hinn nýbakaði bóndi kominn í plús. Gera má ráð fyrir því að hænurnar verpi samtals um 900 eggjum. Kostnaðurinn við hvern tíu eggja bakka er því um 690 krónur fyrir bóndann, en slíkur bakki af lífrænum eggjum kostar nú um 750 krónur út úr búð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Hænur  • Hænsnarækt