*

Ferðalög & útivist 10. janúar 2014

Hæsta hótel í Bandaríkjunum opnar í New York

Eftirspurn eftir hótelgistingu er mikil í New York og nú opnar hæsta hótel í Bandaríkjunum í borginni.

Marriott International opnar hæsta hótel í Bandaríkjunum í New York á horni Broadway og 54. strætis. Hótelrisinn á að auki keðjurnar Ritz-Carlton og Renaissance hótelin. Marriott rekur yfir 100 hótel í Bandaríkjunum.

Hótelið er 68. hæðir og býður upp á 378 herbergi og 261 íbúðir. Það er næstum 230 metrar á hæð sem gerir það að hæsta hóteli Bandaríkjanna en í byggingunni eru eingöngu hótelherbergi en ekki skrifstofur eða íbúðir í einkaeigu eins og gjarnan er í skýjakljúfum sem hýsa hótel. 

Gríðarlega mikil eftirspurn er eftir hótelgistingu í borginni. Á síðasta ári var slegið met í komu ferðamanna þegar 54,3 milljónir ferðamanna heimsóttu borgina. Búist er við 55 milljónum ferðamanna á þessu ári. Stuff.co.nz segir frá málinu hér. 

Stikkorð: New York  • Hótel  • Ferðamannaiðnaður  • Marriott