*

Hitt og þetta 20. nóvember 2013

Hæsta vatnsrennibraut í heimi – Ekki fyrir viðkvæma

Hæsta vatnsrennibraut í heimi verður tilbúin árið 2014 og er í Kansas borg í Bandaríkjunum.

Heimsins hæsta vatnsrennibraut er í byggingu í Schlitterbahngarðinum í Kansas borg. Nafnið á rennibrautinni er Verruckt sem þýðir „galið“ á þýsku.

Vatnsrennibrautin verður ekki bara sú hæsta í heimi heldur einnig sú hraðasta og svakalegasta. Rennibrautin er mun hærri en sú næsthæsta, Insano, sem er í Brasilíu og er 41 metri á hæð. Ekki er búið að gefa upp hvað Verruckt verður há en það verður gert um leið og hún er tilbúin.

Þeir sem þora í eina bunu niður Verruckt mega búast við því að ná 104 kílómetra hraða. Og fólk verður ekki einmana á leiðinni niður því fjórir ferðast saman í stóru uppblásnu dekki.

Stefnt er að því að opna rennibrautina 2014 en síðan er það alltaf spurningin um hvort einhver fæst til að prófa hana. Sjá nánar hér