*

Tíska og hönnun 22. nóvember 2019

Hætt við árlega undirfatasýningu

Undirfatarisinn Victoria's Secret hefur hætt við undirfatasýningu þessa árs. Dvínandi áhorfstölur og vaxandi gagnrýni ástæðan.

Undirfatarisinn Victoria's Secret hefur hætt við undirfatasýningu sem áralöng hefð er fyrir að fari fram. Ástæðan fyrir því að hætt hefur verið við sýninguna ku vera dvínandi áhorfstölur og vaxandi gagnrýni á sýninguna. BBC greinir frá þessu.

Sýningin fór fyrst fram árið 1995 og var lengi stór viðburður þar sem vinsælar poppstjörnur fluttu sína helstu slagara á meðan heimsfrægar fyrirsætur spókuðu sig um sviðið í undirfötum frá Victoria's Secret. Umræddur viðburður trekti að margar milljónir áhorfenda ár hvert.

Á síðasta ári kom hins vegar babb í bátinn. Áhorf mældist sögulega lágt og gagnrýnisraddir héldu því fram að viðburðurinn væri barn síns tíma og skorti fjölbreytileika. 

L Brands, móðurfélag Victoria's Secret vörumerkisins, sagði í kjölfarið að hugsa þyrfti markaðssetningarleiðir vörumerkisins upp á nýtt.

Stikkorð: Secret  • Victoria's