*

Bílar 29. desember 2013

Hætta að framleiða Rúgbrauð

VW Rúgbrauð hefur verið framleitt í 64 ár en framleiðslunni verður hætt um áramót.

Vokswagen mun hætta að framleiða einn þekktasta bíl sögunnar nú um áramót. Síðasta eintakið af VW Camper, eða Rúgbrauðinu eins og við Íslendingar bílinn, það verður framleitt þann 31. Desember næstkomandi. 

Bíllinn hefur verið framleiddur samfleytt í 64 ár, þar af í 56 ár í Brasilíu. Síðasta eintakið verður einmitt framleitt þar. Ástæða þess að framleiðsla bílanna hættir er sú að Rúgbrauðið þykir ekki uppfylla nútíma öryggiskröfur. 

Fréttastofa Sky greindi frá. 

Stikkorð: VW