*

Heilsa 5. maí 2014

Hætta að nota umdeilt efni i Powerade

Með því að hætta að nota BVO svarar Coca-Cola fyrirtækið gagnrýni frá neytendum.

Coca-Cola fyrirtækið, sem framleiðir Powerade íþróttadrykkinn, hefur ákveðið að hætta að nota umdeilt hráefni í drykkinn. Hið umdeilda efni heitir upp á enska vísu Brominated Vegetable oil sem gæti útlagst á íslensku sem brómgrænmetisolía og er talið geta haft mjög slæm áhrif á líkamann. Þannig svarar fyrirtækið undirskriftasöfnun sem efnt var til á netinu til að knýja á um þessar breytingar. Framleiðendur Gatorade höfðu áður tekið þetta sama umdeilda efni úr framleiðslu sinni á síðasta ári. 

Yfir 200 þúsund manns höfðu skrifað undir í undirskriftasöfnun sem fór fram til þess að hvetja PepsiCo, framleiðanda Gatorade, til þess að hætta að nota þetta efni. PepsiCo ákvað svo á síðasta ári að hætta að nota efnið. Í fyrra ákvað PepsiCo svo að hætta að nota efnið. Á þeim sama tíma var framleiðandi Powerade spurður út i afstöðu sína en engin svör fengust.

Í liðinni viku tóku glöggir menn svo eftir því að flöskur af Powerade sem voru sendar í Detroit, New York, Washington DC og víðar innihéldu ekki þetta efni. Coca-Cola staðfesti svo í gær að fyrirtækið væri hætt að nota efnið vegna áskorana frá neytendum. 

Það var Seattle Times sem greindi frá.