*

Tölvur & tækni 27. mars 2014

Hætta að styðja við Windows XP í næsta mánuði

Tölvusérfræðingur varar fólk við því að nota gamla stýrikerfið frá Microsoft eftir að fyrirtækið hættir að styðja við það.

Þegar Microsoft hættir að gefa út styðja við stýrikerfið XP og gefa út öryggisuppfærslur fyrir það 8. apríl næstkomandi þá verða tölvur þeirra sem enn nota stýrikerfið viðkvæmari fyrir viðkvæmari fyrir tölvuárásum og vírusum en áður. Þetta fullyrðir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja.

Snæbjörn skrifar færslu um málið á bloggsíðu sinni.

Windows XP er enn næst útbreiddasta stýrikerfi á einkatölvumarkaði á eftir Windows 7 eða með í kringum 30% markaðshlutdeild á heimsvísu. Talið er að markaðshlutdeild Windows XP hér á landi sé í kringum 10%.

Snæbjörn segir áhrifin ekki verða mikil fyrst um sinn. Notendur geti fundið fyrir því þegar á líður að ekki berist öryggisuppfærslur þegar glufur greinast í stýrikerfinu. Því til viðbótar muni þeim framleiðendum tækja og hugbúnaðar hætta að styðja við stýrikerfið. Hann mælir því eðlilega með því að notendur XP-stýrikerfisins uppfæri tölvur sínar. Ekki sé hins vegar víst að allar tölvur ráði við nýjasta stýrikerfið, þ.e. Windows 8.1. Þær ættu hins vegar að ráða við Windows 7.

Ef það gengur ekki skrifar Snæbjörn:

„Ef tölvan er orðin mjög gömul er líklegt að tími sé kominn til að endurnýja hana.”

Stikkorð: Microsoft  • Windows XP