*

Bílar 9. október 2013

Hætta framleiðslu á Cygnet-smábílnum

Stjórnendur bílaframleiðandans Aston Martin þykja hafa verið of bjartsýnir þegar kom að sölu á Cygnet-smábílnum.

Breski bílaframleiðdandinn Aston Martin ætlar um næstu áramót að hætta framleiðslu á smábílnum Cygnet. Aston Martin hóf framleiðslu á bílnum í byrjun árs 2011. Stefnan var sett á að selja fjögur þúsund eintök af honum á hverju ári. Það tókst ekki. Þvert á móti seldust aðeins 150 bílar.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kúnnahópinn sem Aston Martin hafi horft til hafa sett verðmiðann fyrir sig en eitt stykki af Cygnet kostaði 32 þúsund pund, jafnvirði 6,2 milljóna króna. Það þyki hátt miðað við bíl sem byggður er á smábíl frá Toyota.

Stikkorð: Aston Martin  • Cygnet