*

Sport & peningar 25. október 2014

Hættulegustu hópíþróttirnar

Amerískur fótbolti er meðal hættulegustu hópíþrótta, en meiðslatíðni í knattspyrnu er einnig há.

Bjarni Ólafsson

Hópíþróttir geta verið hættulegar þeim sem taka þátt og eru ótal dæmi um karla og konur sem meiðast, jafnvel alvarlega, á ári hverju. Þær eru hins vegar mishættulegar og hafa sumar íþróttir það orð á sér að vera hættulegri en aðrar. Ruðningur, amerískur fótbolti og íshokkí eru í hópi þeirra íþrótta sem teljast hættulegastar, en aðrar íþróttir, þar sem snerting manna á milli er minni eru í hugum fólks taldar öruggari. Í þeim hópi má til dæmis telja til knattspyrnu og körfubolta.

Erfitt getur verið að nálgast sambærilegar tölur um meiðslatíðni í þessum íþróttum, því ekki nægir að telja bara saman fjölda slasaðra á ári. Mismargir leika í þessum íþróttum og fjöldi leikja er líka mjög mismikill.

Því er áhugavert að skoða ritgerð eftir þau Jennifer Hootman, Randall Dick og Julie Agel um íþróttameiðsl í fimmtán íþróttum sem stundaðar eru í bandarískum háskólum, en ritgerðin kom út árið 2007. Þar er meiðslatíðnin mæld út frá fjölda „spilana“, þar sem ein spilun er þátttaka eins leikmanns í einum leik. Með þessu móti er betur hægt að bera saman meiðslatíðni í mismunandi íþróttum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.