*

Ferðalög & útivist 9. ágúst 2013

Hættulegustu staðir í heimi

Hættulegustu lönd í heimi fyrir hinn almenna ferðamann eru oft þau fallegustu, eins og sjá má á myndunum hér.

Staðirnir á lista The Telegraph eru fallegir en þeir eru líka hættulegir. Svo hættulegir eru þeir að ferðamenn eru varaðir við að heimsækja þá.

Stríðsátök, óstöðugt pólitískt ástand og lögregla sem handtekur fólk án teljandi ástæðu þykja ekki góð skilyrði fyrir ferðamenn. Löndin í myndasafninu hér að ofan eru þau lönd sem bresk stjórnvöld, og í sumum tilfellum fleiri ríki, hafa varað þegna sína við að ferðast til.

Fallegar strendur Filippseyja, fjallgarðar í Norður-Pakistan og ómetanlegar fornminjar í borgum Íraks, Sýrlands og Jemen eru svæði sem talin eru of hættuleg fyrir almenna ferðamenn að heimsækja.

Þrátt fyrir aðvaranir þá eru til ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir til þessara landa. Sjá nánar hér en myndir frá löndunum má sjá í myndasafninu hér að ofan.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ferðalög  • Hætta  • Stríðsátök