*

Sport & peningar 21. mars 2014

Hafnaði 188 milljóna króna launahækkun

Arsene Wenger er búinn að semja að nýju við Arsenal. Hann er sáttur við launin.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hafnaði milljón punda launahækkun þar sem honum þótti núverandi laun sín hjá félaginu alveg nógu góð. Hann verður því áfram með 7,5 milljónir punda (1.400 milljónir króna)  í árslaun eða 145 þúsund pund á viku. Hann er hæst launaði einstaklingur félagsins en næst launahæstur er þýski miðvallarleikmaðurinn Mesut Özil með 130 þúsund pund á viku.

Jose Mourinho, sem stýrir liði Chelsea, er launahæsti framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar og raunar launahæsti knattspyrnuþjálfari í heimi.

Arsenal mun einmitt mæta Chelsea í ensku deildinni um helgina og verður það þúsundasti leikur Arsenal undir stjórn Wenger. Aðeins þrír aðrir knattspyrnustjórar hafa stýrt sama liðinu í þúsund leiki eða meira en það eru Matt Busby, sem þjálfaði Manchester United um miðja síðustu öld, Alex Ferguson, sem hætti hjá Manchester United fyrir tæpu ári síðan eftir að hafa þjálfað liðið síðan árið 1986 og Dario Gradi, sem stýrði Crewe Alexandra