*

Bílar 20. maí 2015

Hagkvæmur Audi e-tron

Audi A3 e-tron sameinar helstu kosti raf- og bensínbíla.

Nýr Audi A3 etron var frumsýndur á bílasýningunni ,,Allt á hjólum" í Fífunni á dögunum. Audi A3 e-tron sameinar helstu kosti raf- og bensínbíla.

Raforkan ein og sér ætti að duga í flestar ferðir innanbæjar, eða allt að 50 kílómetra. Í lengri ferðum gengur sparneytin bensínvél til liðs við e-tron rafdrifið svo samanlögð akstursdrægni er 940 kílómetrar.

Bensínvélin er aflmikil og skilvirk 1,4 TFSI sem skilar 150 hestöflum. Disklaga 75 kW rafmótor er innbyggður í 6-gíra S tronic skiptinguna sem er sérhönnuð fyrir A3 e-tron. Meðalútblástur CO2 er aðeins 35 grömm á kílómetra og eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er frá 1,5 l/100 km. Enginn útblástur er þegar ekið er í rafstillingu. Afköstin eru furðu góð og bíllinn kemst úr kyrrstöðu i hundraðið á 7,6 sekúndum. Hámarkshraði er 222 km/klst.

Bíllinn er laglega hannaður og hinn sérstaki e-tron Singleframe rammi um grillið gefur bílnum flottan framsvip. Grillið og svuntan eru í svörtum lit með mattri áferð og láréttum krómstöngum eru líka hluti af þessari einstöku hönnun sem Audi hefur gefið e-tron.

Stikkorð: Audi  • Audi A3 e-tron