*

Tölvur & tækni 31. mars 2015

Hagnaður Huawei eykst um 33%

Hagnaður jókst um þriðjung hjá kínverska tæknirisanum Huawei Techonologies.

Huawei næst stærsti framleiðandi fjarskiptabúnaðar í heiminum skilaði hagnaði upp á 4,5 milljaraða bandaríkjadala á síðasta ári. Þessi hagnaður er í takt við þær spár sem fyrirtækið gaf út í janúar. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Hagnaður fyrirtækisins á snjallsímamarkaði jókst um 21% á milli ára en Huawei er einn stærsti snjallsímaframleiðandi í heimi.

„Greiðslufæði, tekjur og hagnaður jókst á síðasti ári og einnig hafa skuldir okkar og fjármagnsskipan batnað til muna“ sagði fjármálastjórinn, Meng Wanzhou í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Erlendur gjaldeyrir hefur mikil áhrif á hagnað þar sem um 60% skapast á erlendri grundu. Huawei hefur náð þessum vexti þrátt fyrir ýmsar efnahagslegar áskoranir. Bandaríkin til að mynda merktu fyrirtækið sem ógn við þjóðaröryggi vegna meintra tengsla við kínversku ríkisstjórnina. Þá hefur fyrirtækinu verið bannað að breiðbands verkefnum í Ástralíu vegna ótta landsins um að fyrirtækið stundi njósnastarfsemi. 

Stikkorð: Bandaríkin  • Kína  • Huawei  • Bandaríkin  • Kína