*

Hitt og þetta 15. nóvember 2004

Hagnaður eykst hjá Dell

Tölvuframleiðandinn Dell skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung 2004 í síðustu viku og var hagnaður félagsins 846 milljón dollarar eða 33 sent á hlut samanborið við 677 milljón dollara hagnað árið áður eða 26 sent á hlut. Er þetta vöxtur upp á 25% en tekjur jukust um 18% á sama tíma. Þessi aukni vöxtur er rakinn til ódýrari íhluta og aukinnar sölu á vörum Dell á alþjóðlegum mörkuðum.

Fyrirtækið spáir áframhaldandi aukningu í útflutningi, auknum vexti í tekjum og auknum vexti hagnaðar á hlut. Hlutabréfaverð Dell náði sínu hæsta gildi á síðustu 52 vikum á föstudaginn eða 40,53 dollar á hlut en endaði vikuna í 40,44 dollurum á hlut sem er hækkun um 7,32% í vikunni.