*

Veiði 15. mars 2014

Hagstæð vatnsstaða í lónum

Miðað við stöðuna nú virðist mjög gott að veiða í Jöklu og Blöndu næsta sumar.

Vatnsstaða í Hálsalóni og Blöndulóni er sem stendur mjög hagstæð fyrir veiðina í Jöklu (Jökulsá á Dal) og Blöndu næsta sumar.

Á mánudaginn var vatnshæðin í Hálsalóni 594 metrar en á sama tíma í fyrra var hún 598 metrar. Þegar vatnsstaðan er komin yfir 625 metra verður yfirfall og í Jöklu gerðist það 1. september í fyrra. Þegar yfirfall verður verða ár nánast óveiðanlegar fyrir laxveiðimenn. Vatnshæðin í Blöndulóni á mánudaginn var 467 metrar sem er töluvert minna en á sama tíma í fyrra þegar hún var 473 metrar.

Yfirfall verður í Blöndu þegar vatnshæðin fer yfir 478 metra en í fyrra gerðist það ekki sem þýddi að veiðin var ótrúlega góð í ánni. Samkvæmt veiðitölum Landssambands veiðifélaga veiddust 385 laxar í Jöklu í fyrra en í Blöndu veiddust 2.611 laxar.

Stikkorð: Blanda  • Jökulsá á Dal