*

Bílar 3. september 2012

Háhýsi fyrir efnamikla - með bílastæði í stofunni á 30. hæð

Í Singapore er að finna hús með all sérstakri bílalyftu.

Marga dreymir um að eignast einhvers konar veraldleg gæði. En eflaust hefur fáum, ef nokkrum, dottið í hug að eignast íbúð þar sem hægt er að koma bílnum inn í stofunni, á 30. hæð.

Þetta geta hins vegar hinir efnameiru vilji þeir á annað borð búa í Singapore. Þar er bygging ein sem er útbúin sérstakri bílalyftu. Lyftan flytur flytur bíllinn upp í íbúð úr bílakjallaranum.

Enn eru einhverjar lausar íbúðir í húsinu, í það minnsta til leigu. Íbúð sem er um 250 fm2 að stærð kostar í kringum 18 þúsund Singapore dali á mánuði, litlar tvær og hálfa milljón íslenskra króna. 

Þeir sem vilja skoða þennan möguleika geta gert það hér. Gott er þó að heyra í Seðlabanka Íslands áður en skrifað er undir samninginn og spyrja hvort þetta sé heimilt samkvæmt gjaldeyrislögunum. Símanúmerið þar er 569 9600.

Stikkorð: Bílalyfta