*

Heilsa 7. mars 2013

Hálftíma ganga á dag kemur heilsunni í lag

Ganga í hálftíma á dag er nóg til að minnka líkur á sjúkdómum og öðrum líkamlegum kvillum.

Hálftíma til klukkustundar ganga á dag er nóg til að bæta heilsuna verulega að sögn prófessor Steve Selig hjá Deakin University. Fólk sem gengur rólega í hálftíma á dag getur minnkað líkur á ótímabærum dauða um 19%. Þetta kemur fram á vefsíðunni Stuff.co.nz

Ganga á jöfnum og rólegum hraða í minnsta kosti hálftíma er góð fyrir æðakerfið, minnkar líkur á sykursýki, krabbameini og þunglyndi. Ganga er líka góð fyrir líkamstöðu og beinin. Og að gleymum ekki bakinu, þeir sem eru bakveikir ættu að ganga eins og þeir lifandi geta.

Hér koma fimm góðar ástæður fyrir því að ganga:

1. Fætur okkar voru hannaðir til að ganga.

2. 26 bein, 33 liðamót og 100 vöðvar og liðir fá rólega og holla hreyfingu þegar maður gengur.

3. Á göngu brennir maður jafn mörgum kaloríum eins og þegar skokkað er.

4. Á göngu losnar endorfín, sem er hamingjuhormón.

5. Ganga styrkir hjartað og lungun.

Stikkorð: Heilsa  • Líkamsrækt
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is