*

Ferðalög 27. janúar 2013

Halldór: Böggull í pakkaferð frændfólks

Berlín er skemmtilegasti staður í heimi.

Lára Björg Björnsdóttir

Viðskiptablaðið heyrði í nokkrum einstaklingum og forvitnaðist um hvaða lönd hafa ekki slegið í gegn hjá þeim.

Halldór Högurður skapari ferðaðist til Þýskalands þegar hann var drengur: „Tíu ára gamall var ég böggull í pakkaferð frændfólks til Danmerkur og þaðan var farið í rútu til Þýskalands til þess eins að kaupa vasadiskó og brauðristar á góðu verði. Kaupsjúkum Íslendingunum var staflað í rútu og ekið klukkutímum saman þar til komið var að verslunarmiðstöð þar sem öllum var smalað inn. Þar upphófust mikil kauphlaup og svo var smalað í rútuna aftur,“ segir Halldór. En honum finnst Þýskaland ekki alslæmt.

„Sem barn sagði ég að siginn fiskur væri ekki fiskur af því að hann væri góður. Berlín er ekki hluti af Þýskalandi því Berlín er skemmtilegasti staður í heimi en Þýskaland ekki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.