*

Veiði 12. ágúst 2012

Hálslón að fyllast

Mikill hiti og og sólfar veldur því að Jökla verður lituð og óveiðandi. Stangveiðimenn kvarta yfir dræmri veiði.

Að sögn Þrastar Elliðasonar, sem selur veiðileyfi á Jöklusvæðinu, fer heildartala veiddra laxa að ná 200. Fjórða ágúst síðastliðinn veiddust þar 19 laxar. Stangaveiðimenn kvarta yfir dræmri veiði víða um land.

Nýr fiskvegur hefur verið opnaður í Jöklu við Steinbogann og strax veiddust fiskar þar fyrir ofan. Vegna mikilla hita og sólfars segir Þröstur að Hálslón fari á yfirfall fljótlega. Þá litast Jökla og verður óveiðandi. Veiðin á svæðinu heldur áfram í hliðarám og Fögruhlíðará.

Stikkorð: Jökla  • Jöklusvæðið