*

Matur og vín 17. júní 2013

Hamborgarabók Svavars komin út

Svavar Halldórsson hefur gefið út Íslensku hamborgarabókina en þar er lögð áhersla á gott hráefni.

Íslenska hamborgabókin er komin út og í dag er haldið útgáfuhóf við Goðaland í Fljótshlíð. Svavar Halldórsson, höfundur, skrifar bókina en þar er að finna tugir uppskrifta að hamborgurum. Þar er ýmist að finna hamborgara úr nautakjöti, hrefnu, laxi, hreindýrakjöti og humri. Einnig er að finna uppskriftir að meðlæti. Aðaláhersla Svavars er að nota gott hráefni í hamborgarana.

Svavar starfaði lengi sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Síðasta sumar eldaði hann síðan ofan í íslenska og erlenda ferðamenn á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði.