*

Menning & listir 12. október 2016

Harðstjórinn

Eftir vinnu hefur fjallað áður um hvernig Kennedy og Coolidge höfðu gaman af þeim fríðindum sem embættinu fylgja.

Forsetar Bandaríkjanna hafa sumir misbeitt valdi sínu og það á sérstaklega smásmugulegan hátt eins og fram kom í umfjöllun um þá Calvin Coolidge og John F. Kennedy.

Herbert Hoover tók við sem forseti af Coolidge og þar sem Coolidge var barnalegur var Hoover andstyggilegur við starfsfólk Hvíta hússins.

Forsetahjónin mátu friðhelgi einkalífs síns afar mikils og höfðu lítinn áhuga á að eyða meiri tíma með svörtu og/eða fátæku fólki en algerlega var nauðsynlegt.

Þess vegna var starfsfólki Hvíta hússins, sem aðallega var svart láglaunafólk, algerlega bannað að láta sjá sig í sama herbergi og forsetahjónin. Þegar þau heyrðu forsetann ganga í áttina að sér þurftu þau að forða sér hið snarasta.

Starfsfólk Hvíta hússins var því nánast eins og húsálfarnir í Harry Potter-bókunum, hlaupandi um á flótta undan yfirmönnum sínum, í sífelldri hræðslu um atvinnuöryggi sitt.