*

Ferðalög & útivist 15. nóvember 2013

Hárliturinn segir til um ferðavenjur

Hvert ætli rauðhært fólki fari helst þegar það ákveður að fara í frí? En dökkhært fólk?

Persónuleiki og ævintýraþrá hefur minna að gera með það hvert við ákváðum að ferðast. Og hvað ræður því þá? Nú, auðvitað hárliturinn. Þetta eru niðurstöður könnunnar sem Hotels.com gerði á meðal 2000 ferðamanna.

Samkvæmt könnuninni eru rauðhærðir hrifnastir af safaríferðum, dökkhært fólk vill fara í ævintýraferðir og skollóttir eru bakpokafólk. Ljóshært fólk elskar sólböð á meðan svarthært fólk fer í skíðaferðir.

Síðan er auðvitað spurning um allt liðið sem er með litað hár. En það er önnur saga. 

News 24 greinir frá þessu á vefsíðu sinni hér.

Stikkorð: Ferðalög  • Hárlitur