*

Menning & listir 7. nóvember 2012

Harrison Ford í næstu Stjörnustríðs-myndinni

Disney stefnir á þrjár nýjar myndir í Stjörnustríðsbálkinu. Harrion Ford og Mark Hamill eru sagðir ætla að taka þátt.

Bandarísku leikararnir Harrison Ford og Mark Hamill eru sagðir opnir fyrir því að endurtaka leikinn í Stjörnustríðsbálkinum. Nýverið var greint frá því að Disney-risinn hafi keypt framleiðslufyrirtækið Lucasfilm, sem á réttinn að myndunum, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði um 500 milljarða íslenskra króna. Stefnt er á að gera þrjár nýjar myndir. Ef af verður mun fyrsta myndin verða frumsýnd eftir þrjú ár. 

Harrison Ford lék Han Solo í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni sem var sýnd árið 1977. Hann var 35 ára. Hann fagnaði sjötugsafmæli í sumar. Mark Hamill var 26 ára árið 1977 þegar hann lék Loga Geimgengil. Hann varð 61 árs í september. Þeir léku saman í þriðju mynd fyrsta bálksins sem sýndur var árið 1983.

Stikkorð: Stjörnustríð  • Star Wars  • Harrion Ford  • Mark Hamill