*

Hitt og þetta 28. nóvember 2017

Harry hannaði hringinn

Meghan Markle sýndi heimsbyggðinni trúlofunarhringinn í gær.

Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en tilkynnt var formlega um það í gær.

Í kjölfar tilkynningarinnar hafa verðandi hjónin svarað hinum ýmsum spurningum um hvernig þau kynntust, sambandið nú og auðvitað sjálfan trúlofunarhringinn.

Í viðtalið við Good Morning America segir segir Harry á einlægan hátt frá hringnum sem hann hannaði sjálfur en miðjusteinninn kemur frá Botswana þar sem parið eyddi tíma saman síðastliðið sumar. Hinir tveir demantarnir í hringnum koma svo úr einkasafni Díönu prinsessu.

Hring­ur­inn sem er úr gulli þykir afar vel heppnaður en það var Clea­ve and Comp­any sem aðstoðaði prinsinn við að búa hringinn til. Sjá viðtalið hér: 

https://www.facebook.com/GoodMorningAmerica/videos/10155191542087061/?autoplay_reason=all_page_organic_allowed&video_container_type=0&video_creator_product_type=0&app_id=128869720483178&live_video_guests=0