*

Veiði 7. desember 2014

Haukadalsá til Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Skrifað undir leigusamning í veiðihúsinu í Haukadalsá í dag.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsá hafa skrifað undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum. Félagsmenn í Stangaveiðifélaginu munu því geta sótt um veiðileyfi í ánni fyrir næsta sumar.

Formenn félaganna, Árni Friðleifsson og Þórarinn Gunnarsson, skrifuðu undir samninginn í dag í veiðihúsinu við ánna. Haukadalsá þykir henta einstaklega vel til fluguveiða. Veitt er á fimm stangir, eina á hverju svæði. 

Síðasta ár veiddust 183 laxar í ánni, en 25 ára meðalveiði er 735 laxar.