*

Heilsa 22. október 2014

Haustmaraþonið verður um næstu helgi

Í fyrra tóku 140 manns þátt í haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara og létu ekki kalt haustveður stöðva sig.

Haustmaraþon Félags maraþonhlaupa verður haldið 25. október næstkomandi. Keppt verður í heilu og hálfu maraþoni og tímataka með flögu.

Félagið stendur fyrir haustmaraþoni og vormaraþoni. Í fyrra tóku 140 manns þátt í hlaupinu og létu ekki kalt haustveður stöðva sig.

Ræst er við stokkinn í Elliðaárdal og hlaupið um Elliðaárdalinn, Fossvog, Nauthól og Ægissíðuna.

Í hálfu maraþoni kostar þátttaka 3.000 krónur og heilt maraþon 5.000 krónur. Skráning er hafin á hlaup.is.