*

Menning & listir 2. apríl 2013

HBO ákveður að kaupa eina seríu enn af Game of Thrones

Að minnsta kosti ein sería til viðbótar verður gerð af hinni vinsælu þáttaröð Game of Thrones.

Dagskrárstjórar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO hafa ákveðið að kaupa a.m.k. eina seríu í viðbót af hinni geysivinsælu þáttaröð Game of Thrones, en greint var frá þessu í dag. Aðdáendur geta því varpað öndinni léttar.

Fyrsti þátturinn í þriðju seríu var frumsýndur í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld og þegar endursýningar í gær eru teknar með þá horfðu alls 6,7 milljónir Bandaríkjamanna á þáttinn. Enginn þáttur í röðinni hefur notið jafnmikilla vinsælda og til samanburðar má nefna að þetta er um 13% meira áhorf en fyrsti þáttur annarrar seríu Game of Thrones fékk.

Kostnaður við hvern þátt í röðinni er um 55 milljónir dala, eða um 6,8 milljarðar króna. Þrátt fyrir þennan mikla kostnað er hagnaður HBO af þáttaröðinni gríðarlegur, því Game of Thrones er gríðarlega vinsæl þáttaröð í öðrum löndum og þá hefur mikið selst af DVD diskum.

Stikkorð: Game of Thrones  • HBO