*

Heilsa 24. júní 2013

Hefðbundnar öndunarfærasýkingar að ganga í sumar

Inflúensan er búin en hefðbundnar öndunarfærasýkingar eru að ganga í sumar samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.

„Það er alltaf einhver munur á milli ára, það er eðli þessara sýkinga,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá landlæknisembættinu. um pestir og flensur yfir sumartímann.

Þórólfur segir að hefðbundnar öndunarfæraskýkingar séu að ganga í sumar en innflúensan sé búin. Hann segir einnig að sumarið í ár sé ekkert verra en fyrri sumur en veturinn sem er nýliðinn hafi hins vegar verið erfiður þar sem innflúensan og RS-vírusinn hafi lagst þungt á börn.

En ætli það séu til einhver sérstök ráð fyrir þá sem veikjast að sumri? „Ekkert umfram almenn ráð en skynsemi þarf að ráða og að fólk gefi sér tíma til að ná sér. Þetta gildir bæði um sumartímann og vetrartímann. Það er kannski ekki beint óhollt að fara út en vandamálið er að ef maður er úti er maður oftast að gera eitthvað. Mikilvægast er að taka því rólega,“ segir Þórólfur. 

Stikkorð: Inflúensa
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is