*

Ferðalög & útivist 25. september 2013

Heiðarlegustu borgir í heimi

Ef þú týnir veskinu þínu á götu í Helsinki eru mjög miklar líkur á því að þú fáir það tilbaka. Ekki samt búast við miklu í Madríd eða Lissabon.

Gerð var einföld könnun á heiðarleika borgarbúa í sextán borgum. Tólf veskjum var hent í götuna í hverri borg. Í hverju veski var 50 dala seðill, farsímanúmer, nokkur nafnspjöld og fjölskyldumynd. Skráð var samviskusamlega hve mörgum veskjum var skilað í hverri borg.

Í heildina var 47% veskjanna skilað. Einn heiðarlegur vegfarandi í Póllandi sagði: „Hvað ef eigandinn er fátæk móðir sem ætlaði að kaupa í matinn handa fjölskyldu sinni?“

Í könnuninni kom einnig fram að aldur og kyn er ekki endilega vísbending um heiðarleika fólks. CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. 

Borgirnar koma hér í röð eftir heiðarleika (og veskjafjölda sem skilað var): 

 1. Helsinki, Finnland: Ellefu af tólf veskjum skilað. 
 2. Mumbai, Indland: Níu af tólf veskjum skilað. 
 3. Búdapest, Ungverjaland: Átta af tólf veskjum skilað. 
 4. New York, Bandaríkin: Átta af tólf veskjum skilað. 
 5. Moskva, Rússland: Sjö af tólf veskjum skilað. 
 6. Amsterdam, Holland: Sjö af tólf veskjum skilað. 
 7. Berlín, Þýskaland: Sex af tólf veskjum skilað. 
 8. Lúblíana, Slóvenía: Sex af tólf veskjum skilað. 
 9. London, Bretland: Fimm af tólf veskjum skilað. 
 10. Varsjá, Pólland: Fimm af tólf veskjum skilað. 
 11. Búkarest, Rúmenía: Fjórum af tólf veskjum skilað. 
 12. Ríó de Janeiró, Brasilía:  Fjórum af tólf veskjum skilað. 
 13. Zurich, Sviss: Fjórum af tólf veskjum skilað. 
 14. Prag, Tékkland: Þremur af tólf veskjum skilað. 
 15. Madrid, Spánn: Tveimur af tólf veskjum skilað. 
 16. Lissabon, Portúgal: Einu af tólf veskjum skilað. 
Stikkorð: Svik og prettir  • Heiðarleiki  • Helsinki