*

Tíska og hönnun 26. febrúar 2013

Hæð í sögufrægum skýjakljúfi til sölu - myndir

Nú er heil hæð til sölu í Sherry Netherland húsinu á 5th Avenue á Manhattan.

Í einum af merkustu skýjakljúfum veraldar er nú heil hæð til sölu. Húsið heitir Sherry Netherland og er á Fifth Avenue og 59. stræti, á suð-austur horni Central Park á Manhattan í New York.

Íbúðin er 18. hæðin og í henni eru fimmtán herbergi. Hún er umkringd verönd svo það er útsýni í allir áttir.

Aldrei fyrr hefur íbúð boðist á jafn ótrúlegum stað á Manhattan að sögn fasteignasölunnar. Á hæðinni eru sjö svefnherbergi, átta baðherbergi, risastór verönd sem horfir beint yfir Central Park, stórt eldhús, borðstofa, bókasafn og út frá aðalsvefnherberginu er einka verönd sem horfir í norður yfir Central Park og upper east side.

Íbúðin kostar rúmlega tólf milljarða íslenskra króna. En hún er líka mjög flott. Og útsýnið er frábært (og gæludýr eru leyfð). Svo, það telur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir  • Manhattan