*

Viðtal, Menning & listir 10. maí 2016

Heilluð af heilsugeiranum

Dísa er útskrifaður heilsunuddari og starfar við það meðfram tónlistinni.

Eydís Eyland

Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa eins og hún er kölluð, er tónlistarmaður sem hefur heillað land og þjóð með dásamlegri rödd sinni og tónsmíðum. Dísa er einnig löggiltur heilsu- og sjúkranuddari og er hún í samstarfi við sjúkraþjálfara sem senda einstaklinga áfram til hennar. 

Hvaðan kemur þessi nuddáhugi?

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsugeiranum. Þetta er svona fyrsta skrefið í átt að einhverri stórri heild. Ég sé fyrir mér framtíð þar sem tónlist og heilun stuðlar að bættri heilsu samferðafólksins. Ég sé nuddið sem fyrsta legókubbinn sem ég byggi svo ofan á með öðrum námskeiðum. Næst stefni ég á höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Það eru miklir möguleikar að blanda þessu farsællega saman eftir áhuga; andlegum, líkamlegum og sálrænum meðferðum.“ 

Nánar er rætt við Dísu Jakobs í Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu.