*

Matur og vín 2. júlí 2013

Heimabruggun loks leyfð í öllum ríkjum Bandaríkjanna

Mississippi var síðasta ríki Bandaríkjanna til að leyfa heimabruggun á bjór.

Bandarískir heimabruggarar fögnuðu þeim árangri í gær að þá tóku gildi í Mississippi ríki lög sem heimila heimabruggun. Mississippi var síðasta ríki Bandaríkjanna þar sem slík bruggun var ólögleg og geta bruggarar um öll Bandaríkin því stundað áhugamálið áhyggjulaust.

Samtök bandarískra heimabruggara, AHA, sendu frá sér tilkynningu af þessu tilefni í gær þar sem kemur fram að heimabruggun hafi síðast verið heimil í öllum ríkjum Bandaríkjanna áður en áfengisbannið tók gildi þar snemma á tuttugustu öldinni.

Þrátt fyrir að áfengisbanninu hafi verið aflétt árið 1933 var það ekki fyrr en árið 1979 sem alríkið leyfði heimabruggun, en útfærsla á lögunum var látin í hendur einstakra ríkja og sum þeirra leyfðu ekki heimabruggun á bjór. Alabama og Mississippi voru síðustu tvö ríkin sem afléttu banni á heimabruggun bjórs.

Stikkorð: Bandaríkin  • Bjór  • Bandaríkin  • Heimabruggun