*

Matur og vín 30. apríl 2012

Heimalagað ákavíti

Heimalagað ákavíti er ákaflega einfalt að töfra fram úr kóríanderfræjum og kartöfluvodka.

Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal gerir skandinavískt ákavíti að umfjöllunarefni á vef sínum og lofar drykkinn hástöfum.

Heimalagað ákavíti er auðvelt að gera og er klassísk uppskrift að bæta einum fjórða bolla af kóríanderfræjum í 750 ml af kartöfluvodka. Það er látið liggja í viku. Hálfu búnti af dilli er svo bætt við og látið liggja í þrjá til fjóra daga. Svo er vökvinn sigtaður frá og geymdur.

Stikkorð: Ákavíti