*

Hitt og þetta 28. febrúar 2015

Á heimavelli í háloftunum

Þura Sigríður Garðarsdóttir er fyrsti kvenkyns flugmaður WOW air.

Jóhannes Stefánsson

Þura Sigríður Garðarsdóttir er flugmaður hjá WOW air. Það væri ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að Þura er fyrsti kvenkyns flugmaður félagsins frá upphafi. Hún byrjar að fljúga í maí, að lokinni strangri þjálfun. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er ótrúlega spennt. Ég er búin að fljúga fullt af minni vélum áður en ég hef aldrei áður unnið við að fljúga þotu. Það er alveg nýtt starfsumhverfi,“ segir Þura.

Flýgur ekki á Y-litningnum

Spurð hvort það hafi þýðingu fyrir hana að vera fyrsti kvenkyns flugmaður WOW air segir Þura: „Já, auðvitað. Hins vegar held ég að sé ekki mikill munur á konum og körlum hvað varðar flug. Ég held að þetta liggi í uppeldinu, að það sé algengara að drengir séu aldir upp nær tækninni, bílunum og flugvélunum. Stelpurnar eru ekki beinlínis leiddar þangað og þurfa að finna þetta sjálfar. En maður flýgur allavega ekki á Y-litningnum,“ segir Þura og hlær.

Viðtal við Þuru er að finna í Eftir vinnu, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.