*

Menning & listir 20. febrúar 2013

Heimildarmynd Beyoncé slær áhorfsmet

1,8 milljónir manna horfðu á heimildarmyndina um Beyoncé, Life is But a Dream, þegar hún var frumsýnd.

Heimildarmynd um söngkonuna Beyoncé, Life is But a Dream, sló áhorfsmet þegar hún var sýnd á laugardagskvöldið en 1,8 milljónir manna horfðu á myndina þegar hún fór í loftið á HBO sjónvarpsstöðinni. 

Í myndinni sýnir Beyoncé mun persónulegri hlið á sér og hleypir áhorfandanum nær sér en hún hefur áður gert. Hún talar meðal annars um eiginmann sinn, tónlistarmanninn Jay-Z og rifjar upp þegar hún missti fóstur nokkrum árum áður en hún varð ólétt af dóttur sinni, Blue Ivy. 

Beyoncé hefur aldrei áður talað jafn opinskátt um einkalíf sitt eins og hún gerir í myndinni. Síðan fylgir myndavélin henni auðvitað hvert fótmál. Það er því ekki nema von að aðdáendur söngkonunnar hafi beðið spenntir við tækin þegar myndin var sýnd. 

Stikkorð: Beyoncé