*

Hitt og þetta 31. júlí 2013

Heimilið sem aldrei varð

Árið 1968 hélt Finninn Matti Suuronen að hann væri búinn að hanna framtíðarheimilið fyrir heimsbyggðina. En svo var ekki.

Arkitektinn finnski Matti Suuronen hannaði heimili árið 1968 sem þótti framúrstefnulegt og þótti bera vott um hvernig heimilin í framtíðinni myndu líta út.

Upphaflega ætlaði Matti að hanna skíðaskála en í staðinn hannaði hann stórt plasthylki. Hönnunin var nefnd The Futuro Home og hefur alltaf þótt mjög lýsandi fyrir sjöunda áratuginn. En The Futuro home gekk ekki upp og varð ekki vinsælt hjá almenningi. Færri en 100 heimili voru framleidd.

Í dag má enn finna þessi hús á víð og dreif um Bandaríkin eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan. Sjá nánar hér

 

 

 

Stikkorð: Hönnun