*

Tíska og hönnun 7. apríl 2013

Heimsfræg ævintýrahöll við Lake Tahoe

Stiginn er eins og í Titanic, setustofan eins og á frægu hóteli og lóðin er ævintýraheimur. Allt fyrir 75 milljónir dala.

Hús, sem er á stærstu landareign í einkaeigu í Lake Tahoe, er til sölu. Eignin er ólík öllum öðrum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir og upplýsingar um húsið má finna hér.

Arkitektúrinn og hönnunin eru mjög sérstök. Húsið stendur við einkavatn og skóg. Húsið sjálft er 2500 fermetrar. Innan dyra eru meðal annars sundlaug, líkamsræktarstöð, körfuboltavöllur, níu svefnherbergi og nítján baðherbergi. Á lóðinni eru golfvöllur, hesthús og húsnæði fyrir starfsfólk.

Stiginn í húsinu er smíðaður eftir stiganum sem var um borð í skipinu Titanic. Setustofa í húsinu er nákvæm eftirlíking af setustofunni á St. Regis hótelinu í New York.

Húsið kostar 75 milljónir dala eða rúma 9 milljarða íslenskra króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Lúxus  • Lake Tahoe