*

Ferðalög & útivist 24. maí 2012

Heimsins bestu sundlaugar

Hér eru 5 bestu sundlaugar heims. Óhætt er að segja að þær eru dreifðar víðs vegar um heiminn.

 

 

 

 

 

 

 

Stærsta og dýpsta sundlaug heims er í Chile. Hún er nær yfir sjö hektara eða rétt tæpa 7.000 fermetra að flatarmáli og líkist einna helst litlu stöðuvatni

 

Til þess að komast að þessari sundlaug þarf að fara í einkaklefalyftu. Hún á hótelinu Ubud Hanging Gardens í Balí í Indónesíu og er með rosalegt útsýni yfir nærliggjandi skóg.

 

Þessi 33 metra langa sundlaug er á þaki á hóteli á Miami Beach í Bandaríkjunum

 

Í útjaðri Frönsku Rívíerunnar er þessi sundlaug  sem minnir einna helst á sundlaugina á Hofsósi enda gætu sundlaugargestum fengið það á tilfinninguna að þeir geti synt á haf út. Sundlaugin er byggð inn í kletta og er með gríðarlega flott útsýni eins og sést.

 

Hér er svo önnur sundlaug sem svipar til þeirrar á Hofsósi. Þeir sem telja sig geta þar þreytt Drangeyjarsund yfir Viktoríuhöfnina verða hins vegar að sitja á strák sínum því sundlaugin er á þaki Intercontinental hótelsins í Hong Kong og gæti fallið orðið hátt enda hótelið 17 hæðir.. Eins og myndin sýnir er útsýnið einstaklega flott yfir borgina.

Stikkorð: Sundlaugar  • Balí  • Hong Kong  • Hofsós  • Ferðalög